Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Almennir borgarar falla í loftárás í Jemen

10.03.2017 - 21:16
Mynd með færslu
Fylgismenn Hútífylkingarinnar í Jemen. Mynd: EPA
Tuttugu almennir borgarar féllu í dag þegar herflugvél frá Sádi Aröbum eða bandamönnum þeirra gerði loftárás á markað í bænum Khouka í Jemen í dag. Að því er fram kemur í frétt AFP fréttastofunnar var skotmarkið varðstöð uppreisnarmanna úr Hutí fylkingunni í útjaðri bæjarins, en þegar þeir flúðu inn á markaðssvæði í nágrenninu, var sprengjum varpað þar

Sádí Arabar og bandamenn þeirra hafa barist gegn Hutí fylkingunni, en hafa ítrekað verið gagnrýndir vegna árása á almenna borgara í Jemen. 
 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV