Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Alma í höfn í Osaka

08.05.2014 - 14:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Flutningaskipið Alma lagðist í morgun að bryggju í Osaka í Japan. Í skipinu eru um 2.000 tonn af langreyðarkjöti. Alma lagði úr höfn í Hafnarfirði 20. mars.

Hafnarfjarðarhöfn er síðasta höfn þar sem vitað er með vissu að Alma hafi lagst að bryggju. Ekki liggur fyrir hvernig skipið hefur fengið olíu eða vistir á leiðinni. Ölmu var siglt fyrir Góðrarvonarhöfða, í stað þess að fara í gegnum Súez-skurðinn. Hætt var við að koma til hafnar í Durban í Suður-Afríku, vegna mótmæla heimamanna. 21 þúsund manns höfðu skrifað undir erindi til hafnaryfirvalda um að meina skipinu að koma til hafnar. Talið er að Alma hafi komið við á Port Louis á Márítus.

Alma í Osaka. Mynd: Greenpeace.

Alma í Osaka. Mynd: Greenpeace.

 

[email protected]