Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

„Allur þunginn á fórnarlambinu“

02.09.2014 - 19:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Karlmaður á sextugsaldri var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot á nálgunarbanni. Ásdís Viðarsdóttir, fyrrverandi sambýliskona mannsins, flúði hann út á land en mátti þola margítrekaðar líflátshótanir um margra mánaða skeið án þess að lögregla gripi inn í.

„Og kannski, allavega í mínu tilviki var mjög sérstakt að þurfa alltaf að vera að hringja og þurfa að vera að kæra og að allur þunginn sé á fórnarlambinu. Það er náttúrulega rosalega sérstakt. Ég lenti oft í ókurteisi þegar ég hringdi, en samt var mér sagt að hringja og tilkynna brot eða hótanir. Þannig að það er bara rosalega margt sem þarf að laga til þess að þetta verði betra,“ segir Ásdís.

Kastljós fjallaði um mál Ásdísar í maí á þessu ári. Hún sagði þá að nálgunarbannið væru fullkomlega gagnslaust ef lögregla brygðist ekki við þegar það væri brotið.  Hún kærði ítrekað hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á manninn í haust. Hún flúði ásamt ungum börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn.