Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 mældist við Bláfjöll í hádeginu í dag. Upptökin voru við norðurenda skíðasvæðisins. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu en flest bendir til þess að skjálftinn hafi verið grunnur og að sögn jarðfræðings er von á eftirskjálftum.