Í lok febrúar hlaut Leifur hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir sýninguna, sem samanstóð af 255 leirplötum með innbrenndum handskrifuðum setningum, orðum og textabrotum. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Leifi „takist með eftirminnilegum hætti að samþætta inntak og efnivið í sýningu sem fylgir áhorfandanum út úr safninu og inn í hvunndaginn þar sem hún heldur áfram að gerjast.“