Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Alltaf að leita og þróa eitthvað nýtt

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / Ragnar Th. Sigurðsson

Alltaf að leita og þróa eitthvað nýtt

13.12.2017 - 15:03

Höfundar

„Ég vil helst vera laus við þetta,“ segir Arnar Herbertsson aðspurður um sýningar á verkum sínum. Arnar, sem var á sínum tíma virkur í SÚM og tók þátt í sýningum hérlendis og erlendis, málar enn á hverjum degi en nýlega var gefin út vegleg bók um feril hans.

„Það er þetta augnablik á meðan maður er að gera þetta, en svo bara skiptir maður sér ekkert af þessu meir. Nema þá lítið til að sýna öðrum,“ segir myndlistarmaðurinn Arnar Herbertsson um málverkin sín. Arnar var sóttur heim af Víðsjá í tilefni þess að nýverið kom út vegleg bók um feril hans.

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Arnar segist ekki vera mikið fyrir að sýna verk sín eða selja þau. „Ég þarf þess ekkert, í raun og veru. Ég vil helst vera laus við þetta,“ segir hann.

Processed with VSCO with a8 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Arnar heima hjá sér í Skerjafirði.

Arnar var á sínum tíma virkur í SÚM og tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Um tíma dró hann sig í hlé en hefur allt frá árinu 1990 verið ötull á sínu sviði og  notið vaxandi virðingar. Bókin spannar hálfrar aldar feril listamannsins, sem Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur gerir ítarleg skil. Einnig rita listfræðingarnir Ólafur Gíslason og Æsa Sigurjónsdóttir kafla í bókina og bókina prýðir ríkulegt myndefni.

„Það er alltaf eitthvað í verkunum hans. Arnar er alltaf að leita og þróa eitthvað nýtt innan þess ramma sem hann hefur sett sér, og alltaf algjörlega á sinn eigin hátt,“ segir Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur.

Processed with VSCO with a8 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Arnar og Kristjana heima í stofu.

Rætt var við þau Arnar og Ásdísi í Víðsjá og hægt er að hlusta á viðtölin í heild sinni í spilaranum hér að ofan.