Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Allsber í anddyrinu

22.03.2013 - 06:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan tvö í nótt um að nakinn maður væri að þvælast í anddyri fjölbýlishúss við Lindargötu í Reykjavík og reyndi að komast inn.

Hann reyndist verulega drukkinn þegar lögreglumenn höfðu tal af honum. Skyrta mannsins, sokkar og skór fundust skammt frá.  Annar fatnaður var víðs fjarri. Maðurinn býr ekki í nágrenni Lindargötu og þáði hann boð lögreglumanna um að halla sér í steininum þar til hann áttaði sig á tilveru sinni.