Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Allir með í viðræðunum í Genf

21.03.2017 - 10:42
epa05257501 Staffan de Mistura, UN Special Envoy of the Secretary-General for Syria, speaks to the media after a new round of negotiations between the Syrian opposition delegation of High Negotiations Committee (HNC), at the European headquarters of the
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands. Mynd: EPA - KEYSTONE
Bæði fylkingar uppreisnarmanna og stjórnvalda í Damaskus hafa staðfest þátttöku í friðarviðræðum sem hefjast á ný í Genf á morgun. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu og sagði að allir þeir sem tekið hefðu þátt í síðustu lotu viðræðna í febrúar hefðu boðað komu sína til Genfar.

Gert væri ráð fyrir að viðræður stæðu til 1. apríl og að höfuðáhersla yrði lögð á fjögur atriði, - stjórnarfar, stjórnarskrárbreytingar, kosningar og aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. 

Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sem hefur haft milligöngu í viðræðum stríðandi fylkinga í Sýrlandi er ekki væntanlegur til Genfar fyrr en á öðrum degi, en hann hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga, meðal annars rætt við ráðamenn í Sádi-Arabíu um stöðu mála og hyggst fara til Moskvu og Ankara í dag og á morgun.