Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Allir lögheimilisflutningarnir felldir niður

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - Rúv
Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt 12 af þeim 18 flutningum á lögheimili í Árneshrepp sem gerðir voru rétt áður en frestur rann út fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Niðurstaðan er sú að Þjóðskrá felldi niður flutning 11 manns á lögheimili norður í hreppinn. Einn sendi tilkynningu til Þjóðrskrár og sagði lögheimilisflutninginn hafa verið gerðan fyrir mistök.

Rannsókn Þjóðskrár leiddi í ljós að taldar voru yfirgnæfandi líkur á því að fólkið hefði ekki fasta búsetu í skilningi lögheimilislaga á viðkomandi heimilum, segir Ástríður Jóhannesdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár. Niðurstaðan er því sú að 12 manns sem fluttu lögheimili sitt í hreppinn eiga ekki að vera þar á íbúaskrá. Rannsókn Þjóðskrár á þessum 18 lögheimilisflutningum hófst ekki öll á sama tíma og því er ekki búið að afgreiða sex flutninga. Það verður gert strax eftir helgi. 

Búast má við að hreppsnefnd Árneshrepps þurfi því að breyta kjörskrá í hreppnum.

Á kosningavef ruv.is er hægt að kynna sér öll sveitarfélög landsins, hvað brennur á kjósendum, hvaða flokkar bjóða fram og mergt fleira sem tengist sveitarstjórnarkosningunum 2018. www.ruv.is/x18