Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Allir hreppsnefndarfulltrúar virkjunarsinnar

Fossinn Rjúkandi í Hvalá. Myndin er tekin í júlí 2017.
Fossinn Rjúkandi í Hvalá. Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Allir fulltrúar í hreppsnefnd Árneshrepps eru hlynntir virkjunarframkvæmdum í Hvalá í Ófeigsfirði. Þetta kemur fram á fréttavefnum Litli Hjalli. Árneshreppur er minnsta sveitarfélag á landinu, en kosningarnar þar vöktu mikla athygli vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda. Mikil styr stóð um lögheimilisfltuninga 18 manns í hreppinn á tveggja vikna tímabili í vor, sem talið er tengjast framkvæmdunum.

Þau sem kjörin voru í hreppsnefnd Árneshrepps eru Arinbjörn Bernharðsson, Bjarnheiður Fossdal, Guðlaugur Ágústsson, Björn Torfason og Eva Sigurbjörnsdóttir. Miðað við fréttirnar af Litla Hjalla lítur allt út fyrir að af virkjuninni verði, en Hvalárvirkjun klauf hreppsnefndina á nýliðnu kjörtímabili.