Allir sem hafa stöðu flóttamanns hér á landi verða sjúkratryggðir nái frumvarp heilbirgðisráðherra fram að ganga. Hingað til hafa aðeins þeir flóttamenn verið sjúkratryggðir sem koma hingað til lands í boði stjórnvalda.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill að einnig þeir flóttamenn, sem koma hingað á eigin vegum og fá stöðu flóttamanns að lokinni hælismeðferð, verði sjúkratryggðir strax og til Íslands er komið. Fram til þess hafa þeir þurft að bíða þess í hálft ár að verða sjúkratryggðir hér á landi. Frumvarp um breytinguna verður kynnt ríkisstjórn á þriðjudag.