Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Allar þessar konur...

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ól. Bragason - RÚV

Allar þessar konur...

20.06.2015 - 15:22

Höfundar

Höfundur óþekktur og meira í Rokklandi

Við Íslendingar fögnuðum því á föstudaginn að þá voru liðin 100 ár frá því konur fengu kosningarétt. Það var ýmislegt gert hér og þar af þessu tilefni og eitt af því voru stórir tónleikar í Eldborg í Hörpu þar sem konur voru í aðalhluverki og Kítón stóð fyrir (Konur í tónlist) og nokkrir karlar fengu að hjálpa til.

Tilefnið var að vekja athygli á tónlistarkonum og kven-höfundum og snúa kynjahlutföllunum við, ögra viðteknum venjum og beina kastljósinu að sjaldséðum fyrirmyndum.

"Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna" segir í fréttatilkyningu frá aðstandendum tónleikanna.

Tónleikarnir voru sendir út beint bæði hér á Rás 2 og í sjónvarpinu (RÚV) á föstudaginn og í Rokklandi í dag heyrum við þetta aftur, bara í öðru samhengi. Á milli laga spjalla ég við fólkið sem stóð að tónleikunum, samdi lögin og kom fram; Rögga Gísla, Raggi Bjarna, Arnór Dan, Helgi Björns, Dúkkulísur, Páll Óskar, Bubbi, Lára Rúnars, Védís Hervör ofl.

Rokkland alla sunnudaga kl. 16.05 og endurtekið á þriðjudagskvöldum kl.22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Sumt sjóðheitt og annað gleymt

Popptónlist

Tom Jones og Van Leer á línunni

Popptónlist

Mjólkurlítri fylgir hverjum hátíðarmiða

Popptónlist

Gítarinn talar og syngur