Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Allar plötur Bjarkar á fjöllita spólum

Mynd með færslu
 Mynd:

Allar plötur Bjarkar á fjöllita spólum

14.03.2019 - 16:29

Höfundar

Björk Guðmundsdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að gefa út allar níu hljóðversplötur sínar á segulbandsspólum í öllum regnbogans litum.

Björk tilkynnti útgáfuna á Twitter. „Önnur óvænt uppákoma handa ykkur,“ segir tónlistarkonan, „það gleður okkur mjög að gefa út safn segulbandsspólna í takmörkuðu upplagi.“

Plöturnar sem gefnar verða út á þessu formi eru Debut, Post, Homogenic, Vespertine, Medulla, Volta, Biophilia, Vulnicura, og Utopia. 

Björk heldur tónleika í New York í maí og eru þeir auglýstir sem flóknasta sviðsframleiðsla hennar til þessa. Þeir bera heitið Cornucopia og fara fram á nýjum sviðslistavettvangi í Manhattan, The Shed eða Skúrnum. Tónleikunum verður leikstýrt af John Tiffany, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt uppsetningunni Harry Potter and the Cursed Child.

Tengdar fréttir

Tónlist

Wu-Tang-rappari segir Björk vanmetna

Popptónlist

Varð ástfangin í gegnum textaskilaboð

Tónlist

Finnst áhrif sín á íslenska tónlist vanmetin

Tónlist

Myndband Bjarkar valið það besta á árinu