Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Álit EFTA ekki endanleg niðurstaða

24.11.2014 - 13:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að enn séu uppi býsna mörg álitamál sem ekki fáist úr skorið í einu dómsmáli. En EFTA - dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hafi ekki matt miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ef verðbólgutstig er annað.

Dómur EFTA-dómstólsins var kveðin upp í Lúxemborg klukkan 8 í morgun. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum.

Málið var höfðað vegna verðtryggðs neytendaláns sem Sævar tók haustið 2008. Í greiðsluáætlun sem fylgdi skuldabréfinu, var ekki gert ráð fyrir áhrifum verðtryggingar.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að enn séu upp býsna mörg álitamál sem ekki fáist úr skorið í einhverju einu dómsmáli. „ Það er einfaldlega vakin á því athygli að það séu ákveðin meginsjónarmið sem þurfi að hafa í huga og það er ákveðin vernd sem er ætluð neytendum sem þurfi að ná fram að ganga.“

Bjarni bendir á að EFTA-dómstóllinn virðist líka gera talsverðan mun á því hvort neytendur hafi verið í þeirri stöðu að gera sér grein fyrir hvað skilmálar þýða og það kunni að hafa áhrif á mál. „En um nær öll þau atriði segir í þessu ráðgefandi áliti að íslenskir dómstólar verði að taka af skarið um áhrifin.“