Alfreð Finnbogason skoraði í jafntefli

epa05185390 Augsburg's Alfred Finnbogason (L-R) celebrates his 1-1 goal with  Halil Altintop and Paul Verhaegh during the German Bundesliga soccer match between FC Augsburg and Borussia Moenchengladbach in the WWK Arena in†Augsburg,†Germany, 28
Alfreð Finnbogason hefur skorað tvö mörk fyrir Augsburg. Mynd: EPA - dpa

Alfreð Finnbogason skoraði í jafntefli

26.08.2017 - 15:24
Alfreð Finnbogason var að venju í byrjunarliði Augsburg í þýsku deildinni í dag en liðið mætti Borussia Munchengladbach. Alfreð byrjaði leikinn með látum en hann skoraði strax eftir 32 sekúndur.

Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu á næstu dögum en leikirnir eru hluti af undakeppninni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 

Alfreð ætti að koma til móts við landsliðið fullur sjálfstrausts eftir að hafa skorað gegn Borussia Munchengladbach í dag en markið gerði hann eftir aðeins 32 sekúndur. 

Gladbach, eins og þeir eru kallaðir, komu þó til baka í fyrri hálfleik og skoruðu tvívegis áður en flautað var til hálfleiks. Mörkin skoruðu þeir Denis Zakaria og Oscar Wendt.

Augsburg sótti án afláts í síðari hálfleik og fengu urmul færa en það virtist sem liðinu ætlaði ekki að takast að jafna metin. Það var svo á 89. mínútu þegar varamaðurinn Sergio Cordova jafnaði metin eftir fyrirgjöf frá Marcel Heller. 

Lokatölur 2-2 og Augsburg komið með sitt fyrsta stig í deildinni í vetur.

Stöðuna í þýsku deildinni má til að mynda sjá á vefsíðunni Livescore.com.