Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Alexandra nýr sveitarstjóri á Skagaströnd

Mynd með færslu
 Mynd: Skagaströnd
Alexandra Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra á Skagaströnd. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar gær.

Alexandra er lögfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem lögfræðingur hjá Fiskistofu. Þá hefur hún sinnt verkefnastjórnun hjá Listahátíð í Reykjavík. Í dag er hún framkvæmdastjóri tveggja félaga hjá IP eignarhaldi.

Tvisvar þurfti að auglýsa starf sveitarstjóra hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd. Þegar staðan var auglýst í júlí sóttu sjö um, en eftir mat á þeim umsóknum ákvað sveitarstjórn að auglýsa aftur. Eftir seinni auglýsinguna í ágúst bættust níu umsækjendur við.

Í tilkynningu frá sveitastjórn segir að Alexandra Jóhannesdóttir muni hefja störf fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd í desember.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV