Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Aldrei of seint

23.01.2015 - 10:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Regína Ósk er flytjandi og textahöfundur lagsins Aldrei of seint en það voru þau María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reeve sem sömdu lagið.

Flytjandi og textahöfundur:

Fullt nafn: Regína Ósk Óskarsdóttir

Aldur: 37 ára

Fyrri störf í tónlistinni: Ég hef starfað sem söngkona í fjölda ára og gefið út fimm sólóplötur, eina með Eurobandinu, og eina með kvartett, „Jólin alls staðar“. Ég hef sungið inn á hundruð platna fyrir aðra sem bakrödd og sóló. Ég hef komið fram á alls konar tónleikum, stórum sem smáum og farið þrisvar út í Eurovision sem bakrödd og einu sinni með Friðriki Ómari árið 2008.

Hver er forsaga lagsins: Það var aldrei á planinu að taka þátt í Söngvakeppninni en þegar María kom með lagið til mín vildi ég endilega syngja það og kom að gerð íslenska textans. 

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: María og Marcus hafa verið í lagahöfundasamstarfi í meira og minna átta ár og eiga fullt af lögum….Stundum líta þau yfir þau og taka eitt og vinna það og senda í keppnina.

Höfundur lags og texta:


Fullt nafn: María Björk Sverrisdóttir,

Aldur: 51 árs

Fyrri störf í tónlistinni: Ég hef verið alla tíð í tónlistarbransanum, rek Söngskóla Maríu sem er 20 ára í ár. Gaf út DVD diskinn Söngvaborg og sem lög í frístundum með Marcusi. 

Hver er forsaga lagsins: Lagið varð til bara þegar við vorum að slappa af og henda á milli okkar allskonar flottum töktum.  

Var lagið samið fyrir Eurovision/Söngvakeppnina: Nei ekkert endilega.

 

Aldrei of seint

Er við vorum lítil börn, ég bauð þér í leik

Fórum niðrí fjöru og sáum skýin verða bleik

Oh, þú oh þú sagðir mér…..að ég yrð’ aldrei ein

 

Er við urðum fullorðin, þá breyttist lífið allt

Varð allt svo alvarlegt og stundum hryssingskalt

Oh, þú, oh þú sagðir mér….það er aldrei of seint

 

Ohhhhhh… Tíminn flýgur frá

Fuglar flögra hjá

Ohhhhh….stöldrum við um sinn

Finnum áhrifin

Úúú……

 

Er við verðum gömul og grá verða hár

Lítum yfir tímann og öll þessi ár

Oh þú oh, þú sagðir mér….það er aldrei of seint.

 

Ohhhhhh… Tíminn flýgur frá

Fuglar flögra hjá

Ohhhhh….stöldrum við um sinn

Finnum áhrifin

Úúú……

 

Ef þú ert hér hjá mér…..verð ég aldrei ein…

 

Ohhhhhh… Tíminn flýgur frá

Erum hvort öðru hjá

Ohhhhh….finnum ástina

Sem við eigum tvö

Úúú……