Aldrei fleiri doktorsvarnir á einu ári

01.12.2013 - 16:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Aldrei hafa fleiri varið doktorsritgerðir sínar við Háskóla Íslands og á síðustu tólf mánuðum. Á einu ári hafa 53 náð doktorsprófi í sínu fagi, 28 karlar og 25 konur.

Hátíð brautskráðra doktora fór fram í dag í Aðalbyggingu háskólans þar sem doktorunum var afhent gullmerki háskólans. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að doktorsnám við skólann hafi eflst mikið á síðustu árum. Tengsl háskólans við atvinnulífið hafi aukist samhliða vaxandi styrk rannsókna og doktorsnáms. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi