Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aldrei fleiri beðið innlagnar á Vog

21.12.2018 - 07:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
622 bíða innlagnar á sjúkrahúsið Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Fréttablaðið hefur eftir Arnþóri Jónssyni, framkvæmdastjóra SÁÁ, að biðlistinn hafi aldrei verið svo langur. Hann telur að biðlistinn eigi eftir að lengjast enn frekar eftir áramót þar sem yfirleitt dragi úr aðsókn yfir hátíðirnar. Hann segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta.

Efnin valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Þá valdi neysla slíkra efna meiri taugaskaða en önnur vímuefni, segir í Fréttablaðinu

Arnþór segir vandann átakanlegastan meðal ungra karlmanna. 2.851 karl á aldrinum 18-39 hafi á síðustu tveimur áratugum verið greindir með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim hafi 121 verið látinn í lok síðasta árs. 

Langvarandi niðurskurður er ein af ástæðum þess að staða á áfengis- og vímuefnasjúklinga hefur varið versnandi, segir framkvæmdastjóri SÁÁ í pistli á vef samtakanna. 
 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir