Al Thani neitar að bera vitni

07.03.2013 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Sheik Al Thani og Sheik Sjultan neita að gefa vitni í Al Thani-málinu. Verjendur í Al Thani málinu krefjast þess að aðalmeðferð málsins verði frestað. Ný gögn voru lögð fram í morgun, meðal annars endurrit af símtölum starfsmanna Kaupþings í Luxemborg.

Ákæra var gefin út af sérstökum saksóknara 17. febrúar 2012 á hendur Ólafi Ólafssyni, einum stærsta hluthafanum í Kaupþingi, Hreiðari Má Sigurðssyni, sem var forstjóri, Sigurði Einarssyni, sem var starfandi stjórnarformaður og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxemborg. Umrædd viðskipti snerust um kaup Katarans Al Thani á rúmlega fimm prósenta hlut í Kaupþingi stuttu fyrir hrun. Sérstakur saksóknari telur að viðskiptin við sjeikinn hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og fegra stöðu hans. Þau séu hluti af umfangsmiklu samsæri um markaðsmisnotkun.

Í héraðsdómi í morgun voru lögð fram gögn frá Lúxemborg sem fengust úr öðru máli, meðal annars endurrit af símtölum starfsmanna Kaupþings í Lúxemborg. Einnig var lagður fram uppgjörssamningur slitastjórnar Kaupþings við Al Thani. Verjendur kröfðust þess að aðalmeðferð málsins yrði frestað en hún er áætluð 11. mars. Sækjendur mótmæltu því að málið yrði enn tafið að ástæðulausu og dómarinn ákvað að halda sig að óbreyttu við tímasetningu aðalmeðferðar. Þá krafðist verjandi þess að dómari úrskurðaði formlega í málinu, sem hann ætlar að gera á næstu dögum.

Í réttinum í morgun kom einnig fram að Al Thani neitar að bera vitni í málinu sem og frændi hans, Sheik Sultan og breski lögmaðurinn Simon Soutall.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi