„Ákveðnar væntingar gerðar til liðsins“

Mynd:  / 

„Ákveðnar væntingar gerðar til liðsins“

26.02.2019 - 11:41
Gettu betur lið MR er meðvitað um þær væntingar sem gerðar eru til liðsins en skólinn er, eins og flestir kannski vita, sigursælasti skóli keppninnar.

Ármann Leifsson, Hlynur Blær Sigurðsson og Sigrún Vala Árnadóttir skipa lið skólans þetta árið en þau sigruðu Menntaskólann við Hamrahlíð með glæsibrag í fyrstu viðureign 8-liða úrslitana. Krakkarnir eru meðvituð um væntingarnar sem gerðar eru til þess liðs sem keppir fyrir hönd MR en reyna að leiða mestu pressuna hjá sér. 

Næsti andstæðingur MR er Menntaskólinn á Akureyri en liðin mætast í undanúrslitum föstudaginn 1.mars. 

Horfðu á viðtalið við Gettu betur lið MR í spilaranum hér fyrir ofan. 

Tengdar fréttir

Innlent

MR vann MH í kvöld 30-25

Þetta er...MR