Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Akureyri: Nýr bæjarstjóri fyrir mánaðamót

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Stefnt er að ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu mánaðamót. Ráðningarskrifstofa er enn að taka viðtöl við umsækjendur um starfið.

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra á Akureyri en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Enn er verið að taka viðtöl við umsækjendur og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir stefnt að því að tilkynna um ráðningu nýs bæjarstjóra fyrir mánaðamót.

„Það eru sumarfrí og annað sem tefur þessa vinnu,“ segir Halla Björk. „Við erum að vinna úr viðtölum við umsækjendur og erum að grisja þetta og þrengja hópinn. Við viljum helst ekki taka mikið lengri tíma í þetta en út þessa viku. Ákvörðunun ætti að liggja fyrir í síðasta lagi í byrjun næstu viku.“

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV