Akureyri: Listasumar 2018 og Stórval í 110 ár

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson

Akureyri: Listasumar 2018 og Stórval í 110 ár

25.06.2018 - 15:45

Höfundar

Myndlistarsýningin Stórval í 110 ár var opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Sýningin markar upphaf Listasumars 2018 sem er umgjörð fjölda listviðburða á Akureyri í allt sumar.

Á sýningunni í Hofi eru verk eftir listamanninn Stefán V. Jónsson frá Möðrudal, betur þekktur undir listamannsnafninu Stórval. Sýningin er haldin í tilefni þess að 24. júní 2018 eru 110 ár liðin frá fæðingu þessa sérkennilega listamanns. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Herðubreið var uppáhalds viðfangsefni Stórvals

Verkin eru flest í eigu afkomenda Stefáns sem jafnframt eru aðstandendur sýningarinnar. Í myndlistinni er Stórval þekktur fyrir sérstakan og naívískan stíl og uppáhalds viðfangsefnið hans var fjallið Herðubreið.

Listasumar á Akureyri stendur frá 24. júní til 24. ágúst.