Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Akureyri eignast ísbrjót

20.08.2012 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Akureyrarbær eignaðist í morgun risastórt líkan af kínverska ísbrjótnum Snædrekanum. Líkanið, sem er 180 cm á lengd, 35 cm á breidd og 67 cm á hæð, var gjöf frá CHINARE5 leiðangrinum sem sigla mun beint yfir Norðurpólinn frá Akureyri í kvöld.

Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sem tók við líkaninu fyrir hönd bæjarins, sagðist aldrei hafa tekið við jafn stórri gjöf áður. Sagði hann að þótt líkaninu hafi enn ekki verið fundinn staður þá yrði það staðsett þar sem almenningur gæti skoðað það.