Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Akureyrarkirkja 70 ára

17.11.2010 - 20:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Verði þess óskað er ekkert mál að skila svokallaðri Coventry rúðu sem er í Akureyrarkirkju. Þetta segir sóknarpresturinn í Akureyrarkirkju. Í tilefni af sjötíu ára afmæli kirkjunnar verður þar í kvöld haldin „kvöldstund við gluggann“.

Akureyrarkirkja var vígð 17. nóvember árið 1940 og er því 70 ára í dag. Árið 1943 færði Jakob Frímannsson þáverandi kaupfélagsstjóri kirkjunni rúðu sem hann hafði keypt af fornsala í Reykjavíka og var úr dómkirkjunni í Coventry sem var sprengd í stríðinu. Síðar voru búnar til og settar upp fjórar rúður til viðbótar sitthvorum megin við Coventry rúðuna. Í Heimildarmynd Hjálmtýs Heiðdal, Saga af stríði og stolnum gersemum, sem sýnd var í sjónvarpinu á dögunum var því haldið fram að fyrirspurn forsvarsmanna dómkirkjunnar í Coventry um rúðuna árið 1981 hafi aldrei verið svarað


Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur,  segir þetta koma skýrt fram í sögu Akureyrarkirkju sem að kom út árið 1990. Og hann segir það aldrei hafa verið neitt leyndarmál hvaðan þessi rúða kom. Hann segir samskipti Akureyrarkirkju og forsvarsmanna dómkirkjunnar í Coventry vera góð og í fyrra hafi Coventry menn heimsótt kirkjunna og mikill áhugi væri á frekari samstarfi á milli þeirra. Hann segir að aldrei hafi komið til tals að rúðunni yrði skilað