Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Akstur með fatlað fólk undanþeginn verkföllum

Mynd með færslu
 Mynd:
Akstursþjónusta fyrir fólk með fötlun verður óröskuð þótt til verkfalls strætó- og rútubílstjóra komi. Þetta kemur fram í tilkynntinu frá Eflingu. Þar segir að undanþágunefnd vegna verkfallsaðgerða hafi tekið til starfa. Ákveðið hafi verið að allur akstur með fólk með fatlanir verði sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum.

Bílstjórum sem starfi við það verði heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti. Fyrr í dag sendi Strætó frá sér tilkynningu þar sem fram kom að komi til verkfalla hafi það áhrif á stóran hluta leiðarkerfis Strætó, aksturs Strætó á landsbyggðinni og akstursþjónustu við fatlað fólk. Með undanþágunni er ljóst að þjónusta við fatlað fólk verður óbreytt, staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu RÚV.

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV