Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ákærður vegna Panamaskjalanna

19.10.2017 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Dómstóll í Pakistan ákærði í dag Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dóttur hans og tengdason fyrir spillingu. Þau eru sökuð um að hafa átt innistæður á leynireikningum í skattaskjólum. Féð notuðu þau til fasteignakaupa í Lundúnum. Þetta kom í ljós þegar Panamaskjölin svonefndu voru gerð opinber.

Sharif er einmitt staddur í Lundúnum þessa dagana, þar sem eiginkona er þar til lækninga. Lögmaður hans neitaði sök fyrir hans hönd þegar málið var tekið fyrir. Dóttir hans og tengdasonur segjast sömuleiðis vera saklaus.

Hæstiréttur í Pakistan úrskurðaði síðastliðið sumar að Nawaz Sharif væri óhæfur til að sitja á þingi og þar með að gegna embætti forsætisráðherra vegna leynireikninganna í skattaskjólum.