Karlmaður sem kærði sextán ára stúlku fyrir fjársvik vegna fyrirhugaðra vændiskaupa hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttastofu. Manninum hefur ekki verið birt ákæran og málið hefur ekki verið þingfest.