Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ákærður fyrir vændiskaup

14.10.2013 - 08:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlmaður sem kærði sextán ára stúlku fyrir fjársvik vegna fyrirhugaðra vændiskaupa hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttastofu. Manninum hefur ekki verið birt ákæran og málið hefur ekki verið þingfest.

Stúlkan mælti sér mót við manninn í október í fyrra eftir að hafa fyrr um kvöldið verið í sambandi við hann á vefsíðunni einkamál.is og boðið honum vændi gegn greiðslu. Ríkissaksóknari ákærði stúlkuna fyrir fjársvik en Hæstiréttur vísaði málinu frá. Maðurinn afhenti stúlkunni 20.000 krónur út um bílglugga, stúlkan tók við peningunum og hljóp á brott.