Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ákærður fyrir manndráp eftir bruna á Selfossi

24.01.2019 - 09:10
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni sem var handtekinn eftir að par lést í eldsvoða á Kirkuvegi 18 á Selfossi í lok október. Hann er ákærður fyrir manndráp en fyrir manndráp af gáleysi til vara.

Hann er jafnframt ákærður fyrir að valda eldsvoða. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp. Hann hefur frá þeim tíma sætt gæsluvarðhaldi og verður farið fram á framlengingu þess í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Á sama tíma verður ákæran birt manninum.

Kona sem einnig var handtekinn eftir að eldurinn kom upp hefur jafnframt verið ákærð fyrir að hafa ekki gert það sem í hennar valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða.