Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ákærður fyrir aðild að Charlie Hebdo árás

24.12.2018 - 01:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Maður sem grunaður er um að hafa tekið þátt í að skipuleggja árásina á skrifstofur franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo var ákærður í Frakklandi í dag. Hann var handtekinn í Djibouti fyrr í mánuðinum og framseldur þaðan til Frakklands. Þangað kom hann í morgun í hendur franskra yfirvalda.

Deutsche Welle hefur eftir frönskum yfirvöldum að maðurinn, Peter Cherif, hafi átt stóran þátt í árásinni í janúar 2015. 12 starfsmenn blaðsins létu lífið auk lögreglumanns. Cherif er sagður hafa verið náinn vinur þeirra Cherif og Said Kouachithe, bræðra sem tóku þátt í árásinni. Frönsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Cherifs síðan árið 2011. 

Franskir saksóknarar lögðu á föstudag fram ósk um að stefna 14 einstaklingum vegna gruns um aðild þeirra að árásinni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV