Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ákærður fyrir aðgerðarleysi í skotárás í skóla

05.06.2019 - 00:35
Then-Broward County Sheriff's Deputy Scot Peterson, who was assigned to Marjory Stoneman Douglas High School during the February 14, 2018 shooting, is seen in this still image captured from the school surveillance video released by Broward County Sheriff's Office in Florida, U.S. on March 15, 2018.   Broward County Sheriff's Office/Handout via REUTERS  ATTENTION EDITORS - THIS IMAGE HAS BEEN SUPPLIED BY A THIRD PARTY.? - RC1ABFBD7B70
 Mynd: Wikicommons
Maður sem gegndi starfi öryggisvarðar í skóla í bænum Parkland, þar sem 17 nemendur voru myrtir í skotárás í fyrra, hefur verið handtekinn og ákærður.

Scot Peterson var öryggisvörður í  Marjory Stoneman Douglas miðskólanum í Parkland í Flórída þegar byssumaður réðst þar inn 14. maí í fyrra.

Samkvæmt rannsókn lögreglu gerði Peterson „ekki nokkurn skapaðan hlut“ á meðan skotárásinni stóð. Hann var vopnaður en fór ekki inn í skólann þegar árásin átti sér stað og sagðist ekki hafa vitað hvaðan skothríðin barst.

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Peterson í fyrra „heigul“ fyrir að gera ekkert til að stöðva árásarmanninn.

Lögregluyfirvöld birtu myndband skömmu eftir árásina þar sem Peterson sást bíða fyrir utan skólann á meðan árásin stóð yfir. Hann hefur nú verið ákærður fyrir vanrækslu á börnum, vítavert gáleysi og meinsæri.