Salman Rushdie var bannfærður og lýstur réttdræpur af æðsta klerki Írans fyrir móðgandi skrif um Múhameð spámann í bókinni Söngvar Satans. Þeir sem eru ákærðir fyrir morðtilræðið eru allir erlendir ríkisborgarar og búa ekki í Noregi. Einn þeirra, sem dvaldi í Noregi 1993, er sagður hafa tengsl við Líbanon. Samkvæmt upplýsingum norska útvarpsins NRK tilheyra þeir hópi íslamskra bókstafstrúarmanna.