Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ákærðir fyrir tilræði gegn bókaútgefanda

epa04072135 (FILE) A file picture dated 29 November 2007 shows British-Indian author Salman Rushdie spaking during a press conference at Ulpius Publishing House in Budapest, Hungary. Former Iranian religious leader Ayatollah Khomeini on 14 February 1989
Salman Rushdie, höfundur bókarinnar Söngvar Satans. Mynd: EPA

Ákærðir fyrir tilræði gegn bókaútgefanda

12.10.2018 - 10:56

Höfundar

Norska rannsóknarlögreglan ákærði í vikunni tilræðismann og aðstoðarmenn hans vegna skotárásar á William Nygaard, útgefnda bókarinnar Söngvar Satans, eftir Salman Rushdie. Nygaard var skotinn þremur skotum í Osló árið 1993 en lifði árásina af.

Salman Rushdie var bannfærður og lýstur réttdræpur af æðsta klerki Írans fyrir móðgandi skrif um Múhameð spámann í bókinni Söngvar Satans. Þeir sem eru ákærðir fyrir morðtilræðið eru allir erlendir ríkisborgarar og búa ekki í Noregi. Einn þeirra, sem dvaldi í Noregi 1993, er sagður hafa tengsl við Líbanon. Samkvæmt upplýsingum norska útvarpsins NRK tilheyra þeir hópi íslamskra bókstafstrúarmanna.