Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ákærðir fyrir hryðjuverkin í París

30.07.2016 - 08:20
epa05038341 French Police officers patrol near the Eiffel tower in Paris, France, 23 November 2015. Paris suffered terrorist attacks at the hands of the so-called Islamic State on November 13, when Islamist suicide bombers and gunmen claimed the lives of
 Mynd: EPA
Saksóknarar í Frakklandi hafa gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum sem talið er að séu í sama hópi vígamanna Íslamska ríkisins og unnu hryðjuverk í París í nóvember síðastliðnum. Annar mannanna er frá Alsír, hinn frá Pakistan. Þeir voru teknir höndum í Austurríki í flóttamannabúðum í desember síðastliðnum og framseldir til Frakklands í gær. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa átt þátt í samsæri með hryðjuverkamönnum.

Talið er að mennirnir hafi komið til grísku eyjarinnar Leros í október í fyrra í hópi flóttamanna. Þar voru einnig tveir menn sem tóku þátt í árásunum í París 13. nóvember síðastliðinn. Báðir sviptu þeir sig lífi utan við Stade de France leikvanginn. Mennirnir tveir sem ákærðir voru í dag voru hins vegar í haldi grískra yfirvalda í 25 daga þar sem þeir höfðu komið til landsins á fölsuðum sýrlenskum skilríkjum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV