Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ákæra gegn Najib Razak í 25 liðum

20.09.2018 - 08:53
epa07033822 Former Malaysian prime minister Najib Razak (C) arrives at the High Court in Kuala Lumpur, Malaysia, 20 September 2018. Najib Razak faces 21 money laundering charges in connection with a 681 million US dollar transfer into his personal bank
Najib Razak kemur í réttarsal í fylgd lögreglumanna. Mynd: EPA-EFE - EPA
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, var í dag ákærður í Kuala Lumpur fyrir spillingu og peningaþvætti. Ákæran á forsætisráðherrann fyrrverandi er í 25 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa fengið hundruð milljóna dollara lagðar inn á bankareikning sinn. Razak neitaði sök í öllum liðunum, þegar þeir voru lesnir upp í réttarsal.