Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, var í dag ákærður í Kuala Lumpur fyrir spillingu og peningaþvætti. Ákæran á forsætisráðherrann fyrrverandi er í 25 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa fengið hundruð milljóna dollara lagðar inn á bankareikning sinn. Razak neitaði sök í öllum liðunum, þegar þeir voru lesnir upp í réttarsal.