Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Airwaves: Litið við á æfingu hjá Högna

Mynd: RÚV / RÚV

Airwaves: Litið við á æfingu hjá Högna

08.11.2018 - 16:15

Höfundar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær. Meðal þeirra mörgu listamanna sem koma þar fram er Högni Egilsson. RÚV leit við á æfingu fyrir tónleika hans í Þjóðleikhúsinu.

Högni heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á morgun á Iceland Airwaves þar sem hann flytur nýja tónlist.

RÚV fékk að líta við þar sem hann undirbjó flutning á verki sem heitir Tveir svanir. Verkið byggir á ljóði og er útsett fyrir selló, víólu og fiðlur. Högni lýsir því sem dýstópísku ástarævintýri úr framtíðinni. 

Tengdar fréttir

RÚVnúll á Airwaves

Tónlist

Snjókornapopp og geðrofsballöður stóðu upp úr

Tónlist

Airwaves-tónleikar Rásar 2 í Gamla bíói

Tónlist

8 Airwaves-bönd sem vert er að bera sig eftir