Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Airwaves á KEXhostel og Fogerty í LA

Mynd með færslu
 Mynd: KEXP

Airwaves á KEXhostel og Fogerty í LA

10.11.2016 - 09:11

Höfundar

Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á þrenna tónleika sem KEXP útvarpaði frá KEX hostel á AIrwaves í vikunni sem leið, og svo tekur John Fogerty við þar á eftir.

Átjándu Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið og eins og undanfarin 17 ár hljóðritaði Rás 2 helling af tónleikum sem við eigum eftir að njóta síðar í þessum þætti og víðar á Rás 2.

Og svo eru það vinir okkar hjá KEXP í Seattle í Ameríku sem voru á KEX-hostel eins og undanfarin ár að taka upp og senda út. Þeir mættu með 11 manna lið og tóku upp fjórar hljómsveitir á dag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag, á sviðinu á Kex Hostel og sendu það út beint í útvarpinu hjá sér og í leiðinni var það sent út á netinu, bæði hljóð og mynd.

Og það sem ég ætla að bjóða upp á í Konsert kvöldsins eru upptökur KEXP frá Kex Hostel með þremur hljómsveitum. Þær eru; Gömlu brýnin í The Sonics frá Ameríku, bílskúrs-rokk-band sem ruddi brautina á sjöunda áratugnum fyrir Nirvana og Mudhoney t.d.

Samaris sem sigraði í Músíktilraunum árið 2011 og hefur síðan sent frá sér fjórar stórar plötur.

Axel Flóvent sem er t.d. að spila núna á laugardagskvöldið í Toronto í Kanada, og svo er Evróputúr í janúar.

Og síðasta hálftímann förum við svo á tónleika með John Fogerty sem í eina tíð leiddi Creedence Clearwater Revival. Tónleikarnir sem við heyrum með honum fóru fram í Los Angeles fyrir áratug.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Konsert frá Iceland Airwaves

Popptónlist

Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí

Popptónlist

Björk - Vulnicura live og Lay Low á Airwaves

Popptónlist

Skemmtileg sögustund með söngvaskáldi -