Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Áhyggjur af umfangsmiklum heræfingum Rússa

22.08.2017 - 13:08
epa06140586 Soldiers from Belarus on a T-72  tank take part in the Tank biathlon competition as a part of Army Games 2017 in Alabino, Moscow region, Russia, 12 August 2017.  The International Army Games 2017 are held from 29 July to 12 August in the
 Mynd: EPA
Stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi hafa áhyggjur af boðuðum umfangsmiklum heræfingum Rússa við landamæri ríkjanna. Allt að 100 þúsund rússneskir hermenn taka þátt í heræfingunum sem haldnar verða í Hvíta-Rússlandi, sem á landamæri að Lettlandi, Litháen og Póllandi.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Póllands í vikunni. Hann ræðir í ferðinni við Andrzej Duda forseta Póllands og heimsækir NATO-her sem er staðsettur í Orzysz í Norður-Póllandi skammt þaðan sem landamæri Litháens liggja á milli Hvíta-Rússlands og herstöðva Rússa í Kaliningrad.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV