Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Áhættufjárfestingar leiddu til mikils taps

02.07.2013 - 14:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Íbúðalánasjóður ætti ekki að stunda áhættufjárfestingar. Takmarka þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til fjárfestinga við skuldabréf með ríkisábyrgð.

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðarlánasjóð kemur fram að Íbúðalánasjóður hefur stundað áhættufjárfestingar frá árinu 2004, þar á meðal lánssamninga við banka og sparisjóði og fjárfestingar í verðbréfasjóðum og lánshæfistengdum skuldabréfum. Þessar fjárfestingar voru gerðar í nafni áhættustýringar en þær hafi aukið áhættu sjóðsins og oft leitt til verulegs taps. Fram kemur að yfirmaður og starfsmenn áhættustýringar hafi ekki skilið áhættustýringarkerfi sjóðsins. Lagt er til að sjóðnum verði gefin þrengri heimild til fjárfestinga, sem minnkar áhættu sjóðsins. Þá er lagt til að Íbúðalánasjóður fái sömu heimildir til viðskipta við Seðlabanka Íslands og lánastofnanir, og hafi innlánsreikning hjá Seðlabanka Íslands.