Ágreiningur innan ríkisstjórnar Merkel

15.06.2018 - 01:53
epa06808079 German Chancellor Angela Merkel of the Christian Democratic Union (CDU) speaks during a presser after a meeting with premiers of federal states at the chancellery in Berlin, Germany, 14 June 2018. Chancellor Angela Merkel meets the heads of
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Gjá hefur myndast milli Angela Merkel Þýskalandskanslara og Horst Seehofer, innanríkisráðherra landsins, um innflytjendamál, eins og að orði er komist í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Þrýst er á Merkel um að herða á innflytjendamálum en hún hefur þótt mjög frjálslynd í þeim efnum, sérstaklega eftir að um milljón manns var hleypt til landsins árið 2015. Ágreiningurinn er talinn ógna samsteypustjórn Merkel.

Ágreiningurinn sýnir hversu viðkvæmt samstarf þýsku flokkanna CDU og CSU er í raun, það er að segja samstarf flokksystkyna Merkel úr röðum Kristilegra demókrata annars vegar og CSU, systurflokks þeirra, hins vegar. Þetta segir fréttaritari BBC. Meirihlutanum, sem nú starfar í ríkisstjórn Angela Merkel, sé ógnað.

Horst Seehofer, sem er formaður CSU, vill að lögreglu sé gefið vald til að vísa frá þýsku landamærunum þeim hælisleitendum sem eru skráðir hjá öðru Evrópuríki eða sem ekki geta sýnt tilhlýtandi skilríki. Merkel segir að slík stefna muni bitna á löndum á borð við Ítalíu og Grikklandi, sem geti varla tekið við fleira fólki. Þingmenn úr röðum CDU hafa lýst stuðningi við Merkel en þingmenn CSU styðja sinn formann í deilunni. Án þingmanna CSU nær ríkisstjórnin ekki meirihluta á þingi, en Kristilegu systurflokkarnir mynda meirihluta með þýska jafnaðarmannaflokkinum, SPD.

epa06802481 Minister of Interior, Construction and Homeland Horst Seehofer (L) of the Christian Social Union (CSU) and German Chancellor Angela Merkel (R) of the Christian Democratic Union (CDU) during the beginning of a faction meeting in Berlin, Germany
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Horst Seehofer og Angela Merkel eru ósammála um innflytjendamál.
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi