Agnes gefur kost á sér sem biskup

29.01.2012 - 18:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem biskupsefni.

Agnes segir að kirkjan hafi, eins og þjóðfélagið allt, gengið í gegnum erfiðleikatíma. Það sé sameiginlegt verkefni allra að takast á við það sem komi upp, leggja gott til og hlusta hvert á annað. Hún leggur áherslu á að farið sé eftir reglum, að samræmis sé gætt í vinnubrögðum og að það sama gangi yfir alla, einnig að vel sé fylgt eftir þeim málum sem Kirkjuþing samþykkir og stefnu kirkjunnar.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi