Útspil á borð við yfirlýsingu Sveinbjarnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, um að afturkalla eigi úthlutun lóðar fyrir mosku, gætu fylkt fólki að flokknum sem hefur áhyggjur af innflytjendamálum. Þetta segir Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ.