Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Afstaða Bandaríkjanna valdi áhyggjum

07.07.2018 - 16:03
epa06870028 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA), the state news agency of North Korea, shows US Secretary of State Mike Pompeo (C-L) shaking hands with Kim Yong-chol (C-R), vice-chairman of the Central Committee of the
 Mynd: EPA-EFE - KCNA
Yfirlýsingum norðurkóreskra yfirvalda og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ber ekki saman um nýlegan fund ríkjanna í Pyongyang. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að afstaða Bandaríkjamanna sé hryggileg og valdi áhyggjum en Pompeo sótti landið heim til að ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Sjálfur sagði Pompeo að fundurinn hefði verið árangursríkur.

Í yfirlýsingu Norður-Kóreumanna, sem birt var í þarlendum ríkismiðlum, sagði að Bandaríkin ynnu gegn þeim árangri sem náðst hefði þegar leiðtogar ríkjanna hittust á sögulegum fundi í Singapúr þann 12. júní. Búist hefði verið við því að Bandaríkjamenn hefðu uppbyggilegar lausnir fram að færa en ekki bara einhliða þrýsting. 

Pompeo sagði aftur á móti stuttu eftir fundinn að árangur hefði náðst. Hann gaf hins vegar lítið upp um inntak fundarins. Eftir leiðtogafundinn þann 12. júní sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að ekki stafaði lengur ógn af Norður-Kóreumönnum. Síðan þá hefur hann endurnýjað viðskiptaþvinganir gegn landinu og bandarísk leyniþjónusta sagt að Norður-Kóreumenn auðgi enn úran til kjarnorkuframleiðslu. Lesa má frétt breska ríkisútvarpsins hér.

U.S. Secretary of State Mike Pompeo arrives at Haneda Airport in Tokyo, Japan, Saturday, July 7, 2018, following two days of meetings with Kim Yong Chol, a North Korean senior ruling party official and former intelligence chief in Pyongyang, North Korea.
 Mynd: AP
Pompeo sótti Norður-Kóreumenn heim til að ræða kjarnorkuafvopnun.