Afsökunarbeiðni biskups dugar ekki

03.11.2012 - 18:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Eitt af fórnarlömbum kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar segir að þau eigi að fá sams konar bætur og Breiðavíkurdrengjunum voru veittar. Einföld afsökunarbeiðni dugi ekki. Ánægjulegt sé að fá frásögn um brotin staðfest.

Í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er sagt frá kynferðislegu ofbeldi sem skólastjóri og kennarar Landakotsskóla beittu nemendur um áratugaskeið. Nokkur fórnarlömb stigu fyrst fram fyrir tveimur árum og lýstu ofbeldinu. Eitt þeirra, Iðunn Angela Andrésdóttir,  lýsir yfir ánægju með að málinu skuli verða lokið.

Iðunn, sem var í skólanum um og upp úr 1960, segist sjá mest eftir því að foreldrar hennar séu ekki á lífi til að upplifa þetta, einkum og sér í lagi faðir hennar sem ræddi málið við kaþólska biskupinn.

Iðunn vill nú að kaþólska kirkjan bregðist við á sama hátt og þjóðkirkjan og ríkið gagnvart Breiðavíkurdrengjunum og að afsökunarbeiðni biskups dugi ekki, það sé ekki nóg að segja bara fyrirgefðu og allt sé búið. 

Ekki náðist í Pétur Bürcher, kaþólska biskupinn yfir Íslandi, í dag. Hjá kirkjunni fengust þær upplýsingar að fyrst um sinn væri engu að bæta við afsökunarbeiðni Bürchers frá í gær.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi