Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Áfrýjar sýknudómi Sigurjóns og Elínar

17.11.2014 - 10:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi Landsbankastjóra, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans.

Fjölskipaður héraðsdómur sýknaði þau í október af ákæru um umboðssvik, að hafa misnotað aðstöðu sína, þegar þau samþykktu ábyrgðir fyrir lán til eignarhaldsfélaga í Panama, í tengslum við kaupréttarsamninga starfsmanna Landsbankans.

Enn er beðið dóms í öðru Landsbankamáli, gegn Sigurjóni og þremur öðrum Landsbankamönnum, sem eru sakaðir um allsherjarmarkaðsmisnotkun í viðskiptum með hlutabréf í bankanum í aðdraganda hrunsins. Rúmlega fjórar vikur eru síðan réttarhöldum í því máli lauk en samkvæmt upplýsingum fréttastofu liggur ekki fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp.