Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Áfrýja ekki í máli námsmanna gegn LÍN

12.09.2013 - 14:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur ákveðið í samráði við stjórnarformann LÍN að íslenska ríkið muni ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli námsmanna gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. Jafnframt verður lögð fram tillaga um hið sama í stjórn LÍN.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að með ákvörðun sinni vill ráðherra eyða þeirri óvissu sem risið hefur í málefnum námsmanna í kjölfar dómsins. „Að mati ráðherra myndi áfrýjun dómsins meðal annars viðhalda óvissu þar sem niðurstaða í Hæstarétti fæst mögulega ekki fyrr en eftir að haustannarpróf hefjast hjá nemendum. Eftir sem áður leggur mennta- og menningarmálaráðherra áherslu á að þeirri stefnumörkun verði fylgt að miða námsframvindukröfur við 22 einingar á misseri þ.e. 73 prósent námsframvindu eins og meginreglan er annars staðar á Norðurlöndum, þó að framkvæmd þeirrar breytingar verði frestað til skólaársins 2014-2015.“