Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Áframhaldandi öskufall

21.04.2010 - 16:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Veðurstofa Íslands hefur spáð fyrir um öskufall næstu daga. Í dag er búist við öskufalli suður af eldstöðinni, einnig eru taldar líkur á að aska falli suðvestur af eldstöðinni í kvöld, jafnvel að Vestmannaeyjum

Engar líkur eru á öskufalli suðvestanlands. Á morgun, fimmtudag, er búist við öskufalli suður og vestur af eldstöðinni, ekki er búist við að aska berist langt frá henni. Á föstudag má búast við öskufalli nærri eldstöðinni og þá einna helst í vesturátt. Litlar líkur eru á öskufalli suðvestanlands.

Laugardaginn 24. apríl er spáð að aska berist til vesturs eða norðvesturs. Líkur eru á öskumistri eða öskufjúki suðvestanlands. Sunnudaginn 25.apríl verður öskufall líklegast vestur eða norðvestur af eldstöðinni.