Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Áframhaldandi gæsluvarðhald staðfest

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Landsréttur hefur fallist á kröfu héraðssaksóknara um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir manndráp á Selfossi í október í fyrra.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir héraðssasóknari. Maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í íbúðarhúsi á  Kirkjuvegi á Selfossi með þeim af leiðingum að karl og kona sem stödd voru á efri hæð hússins létust. 

Gefin var út ákæra í málinu í lok janúar. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og að hafa valdið eldsvoða.  Honum er gefið að sök að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum í stofu á neðri hæð íbúðarhússins og valdið þannig eldsvoða. Gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í október.

Kona sem einnig var handtekinn eftir eldsvoðann hefur einnig verið ákærð fyrir að hafa ekki gert það sem í hennar valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða.