Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áfram þurrt á Vesturlandi

24.06.2019 - 06:43
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Enn er ekki útlit fyrir að rigni neitt að ráði á Vesturlandi fyrr en á föstudaginn. Mjög þurrt er á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld á ferð þar um. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögrglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum, sérstaklega í Skorradal. 

Veðurstofa Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu á næstunni en þar er spáð áframhaldandi hlýindum. 

Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.