Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áfram fundað vegna kjaradeilu í dag

31.03.2019 - 09:29
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd:
Fundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Eflingu og fjögur önnur stéttarfélög heldur áfram í hádeginu í dag. Fulltrúar þeirra eru í fjölmiðlabanni og mega því ekki tjá sig um gang viðræðnanna.

Ef ekkert kemur úr viðræðum helgarinnar hefjast verkföll á vegum Eflingar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða í fyrramálið og standa út mánuðinn, að frátöldum laugardögum og sunnudögum. Í verkfallsaðgerðunum felst þá að vagnstjórar tíu leiða Strætó aka ekki á milli klukkan sjö og níu á morgnana og og milli klukkan fjögur og sex síðdegis.

Félagsmenn Eflingar og VR sem starfa á hótelum og hjá rútufyrirtækjum fara að óbreyttu í þriggja daga verkfall á miðvikudag. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar síðar í mánuðinum.