Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Afnámsstjóri skipaður eftir helgi

15.08.2013 - 12:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipar, eftir helgi, verkefnastjóra sem á að leiða vinnu við afnám gjaldeyrishafta og samninga og samskipti við kröfuhafa föllnu bankanna.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að markmiðið sé að einfalda stjórnsýslu þessara mála, sem heyri undir margar stofnanir og ráðuneyti, og bæta yfirsýn. Hópur sérfræðinga starfar með verkefnastjóranum en teymið mun vinna mjög þétt með stofnunum og ráðuneytum, samræma aðgerðir og bæta samskipti þeirra. Sérfræðingarnir eiga meðal annars að uppfæra heildaráætlun um afnám hafta.